Iðunn - 01.01.1884, Page 37

Iðunn - 01.01.1884, Page 37
Sigrún á Sunnuhvoli 31 ton yfir í litla garðinn, sem Sigrún átti; garðrinn lá beint undir loitglugganura á öðrum gaflinum, ein- 'nitt þeim glugganum, sem Sigrún svaf við. Hann litaðist um og hlustaði, en alt var hljótt. Hann skygndist um í garðinum eftir verkfærum, og það stóð heima, hann fann þar bæði spaða og kvísl. það Hafði verið byrjað að stinga upp beð ; það hafði ekki verið búinn nema lítill blettr og í hann höfðu þegar Verið sett tvö blóm, líklega til að sjá, hvernig þau færu. »Htm hefir þreyzt, vesalingrinn, og hefir hætt við það,« hugsaði hann með sér; nþetta er líka karl- öiannsverk,« hugsaði hann enn fremr, og tók þegar til starfa; hann fann ekki ið minsta til svefns, og fanst hann aldrei hafa unnið svo létt verk á æfi sinni. Hann mundi glögt, hvernig átti að setja blóm- in, hann mundi líka eftir garðinum prestsins og gætti þess, að alt stæði heima. Nóttin leið; hann tók ekki eftir því. Hann gaf sér varla eins augnabliks kvíldarstund og stakk upp alt beðið, setti niðr blóm- m, flutti sum til aftr, svo þau skyldu fara enn betr °g alt verða sem fegrst, og af og til rendi hann horn- a-uga upp í loftgluggann, til að gæta að, hvort nokkur yrði sín var. En hvorki þar né aunarsstaðar varð Hann nokkurs var, og ekki heyrði liann svo mikið gem hund gelta, fyrr en haninn fór að gala og vakti skógarfuglana, sem settust þá upp hver á fætr öðr- ^m, til að syngja sinn morgunsálm. Meðan hann stóð þarna og var að sópa moldinni upp að rótum Hlómanna, komu lionum í hug öll þau æfintýri, sem úslákr hafði sagt honum, og mintist hann þess, að Hann eitt sinn hafði trúað því, að alt væri fult af ti’öllum og álfum á Sunnuhvoli. Ilann leit upp í loftgluggann og brosti með sjálfum sér að því, hvað

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.