Iðunn - 01.01.1884, Page 40
34 Björnstjerne Björnson:
hvols-fólkið hafði keypt part í Grenihlíðarselinu.
|>að mátti heyra 3önginn í |>orbirni efst uppi í hlíð-
um, því að hann var að færa hitt og þetta í lag
fyrir þær.
Einn góðan veðrdag þegar kvelda tók og hann
hafði lokið dagsverki sínu, settist hann niðr og var
að hugsa um hitt og þetta, og það elcki sízt, hvað
talað var í sveitinni; hann lagðist aftr á bak í mó-
rauðu lynginu með hendrnar undir hnakkanum, og
fór að horfa upp í himininn, sem hvelfdist blár og
skínandi bak við ið þétta lim trjánna. það varfrá
honum að sjá, eins og laufið grænt og barrið flyti á
himninum í titrandi straumi, og greinarnar dökkvar,
sem stungu af við hitt, drógu undarlega og óskipu-
lega drætti á strauminn. En í himininn sjálfan sá
að eins, þegar eitthvert blaðið blakti frá; en aftr
fjær milli krónanna á trjánum, som ekki náðu sam-
an, þar skein himininn í gegn, eins og breið elfr
rynni þar yfir í undarlegum bugðum. þetta hafði
áhrif á huga hans, og hann fór að hugsa um það,
sem sem fyrir augun bar----------.
------Björkin leit aftr brosandi þúsund aug-
um upp til granarinnar; furan stóð þar með þögulli
fyrirlitningu og steytti broddana í allar áttir; því
eftir því sem hlýrra varð í lofti, kviknuðu fleiri og
fleiri veiklegir nýgræðingar, þutu upp og stungu spá-
nýju laufinu beint upp í nefið á furunni. «Hvar vor-
uð þið í vetr, veslingar?» spurði furan, veifaði að
sór svala og sveittist kvoðunni í þessum óþolandi
hita. «Nei, þetta er þó næstum fráleitt! — svona
norðarlega— svei, svei!».
En svo var þar ein gömul, grásköllótt fura, sem
mændi upp yfir öll hin trén, og gat þó beygt marg-