Iðunn - 01.01.1884, Page 43

Iðunn - 01.01.1884, Page 43
Sigrún d Sunnuhvoli. 37 smátitlingum, sem bjuggu þar 1 elrirunni; þeir höfðu slarkað þar svo gjálíft, að þresti einum, sem bjó þar í aski rétt hjá, hafði aldreForðið að liði að sofna á réttum tíma, og varð hann stundum svo fokvondr, að hann tautaði yfir þeim, svo að alvarleg spæta þar í næsta tré hafði hlegið, svo að henni lá við að veltast um. En svo sáu þau örninn í stórfurunni! og þröstr- inn og smátitlingarnir og spætan og alt, sem fieygt var, hypjaði sig á stað, hver sem hraðast mátti, sumir yfir og sumir undir greinunum. þröstrinn bölvaði sér upp á það, þegar hann flaug á stað, að hann skyldi ekki oftar leigja þar bústað, sem hann hefði titlingana fyrir nábúa. Svo stóð skógrinn þar umhverfis auðr og hug- sjúkr mitt í glaða sólskininu. Hann átti nú að hafa alla sína ánægju af stórfurunni, en það var auma á- Uægjan. Skógrinn laut óttasleginn, hvert sinn sem norðauvindrinn blés ; stórfuran lamdi út í loftið með 8ínum voldugu greinum og örninn flaug í hring um hana, spakr og gætinn, eins og það væri ekki nema auðmjúkr kastvindr, sem »þjónustusamlega« flytti honum vesalt smjaðr frá skóginum. En öll furu- fcttin var himinglöð; ekki ein af þeim mintist þess, að hún hafði sjálf engu hreiðri að vagga þetta ár.— “Komið þið ekkiof nærri okkr,« sögðu þær, »við erum af ættinni!« --------»Hvað er það, sem þú liggr og ert að hugsa um ?« spurði Ingiríðr, — hún kom brosandi fram úr þéttum runni og beygði frá sér greinarnar. {“orbjörn stóð upp; »og það er svo margt, sem i manns- hugann kemr,« sagði hann, og leit með þrályndis-svip yfir trén. »Fólk er annars heldr málugt hér í sveit- inni um þetta leyti,« sagði hann svo og dustaði af sér

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.