Iðunn - 01.01.1884, Síða 44

Iðunn - 01.01.1884, Síða 44
38 Björnstjerne Björnson: rykið. — »En hvað þú skulir líka alt af vera að kœra þig um, hvaðfólk hjalar?« — »Ég veit ekki alminni- lega ; — en — enn þá hefir fólk ekkert það sagt, sem ekki hafi mór til hugar komið, þótt ekki hafi ég framkvæmt það.« — »Nú er ljótt að heyra til þín.« — »Já, svo er það,« sagði hann; »en satt er það,« sagði hann svo aftr eftir litla hríð. Hún settist niðr í grasið, en hann stóð og horfði til jarðar. »Ég get auðveldlega orðið eins og þeir vilja hafa mig; þeir ættu að lata mig vera eins og ég er.« — »það verðr þó í rauninni þér að kenna á endanum samt.« — »það getr vel verið ; en hinna sök er það samt að nokkru leyti líka. ■—'Ég segi, ég vilji hafa frið!« hálfkallaði hann upp yfir sig, og leit upp til arnarins. »|>orbjörn !« sagði Ingiríðr í hálf- urn hljóðum. Hann snéri sér að henni og hló. »Jæja, jæja,« sagði hann ; »eins og ég sagði : margt getr leikið í manns-huganum. — Hefirðu talað við Sigrúnu í dag?«—»Já; hún er komin upp í sel.« — »1 dag?«—»Já.«—»Með Sunnuhvols-fénaðinn ?«— »Já.« »Hæ, hæ! Og sól á raeiði blikar blítt i skógi! „Ertu þar, glóandi gullið mitt frítt ?“ Ó-hæ, 6-hó! Upp hrökk fuglinn og íló : „Hvað er þetta þó ?“ — »A morgun leysum við út búsmalann,« sagði Ingiríðr; hún vildi vikja talinu í aðra átt. — »Eg ætla að hjálpa ykkr til að reka í selið,« sagði þor- björn. — »Nei, pabbi ætlar sjálfr að vera með,« sagði hún. »Svo!« sagði hann nokkuð sóinlega og þagn- aði. — »IIann spurði eftir þér í dag,« sagði hún. — »það er svo,« sagði þorbjörn, skar kvist af grein með

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.