Iðunn - 01.01.1884, Page 64

Iðunn - 01.01.1884, Page 64
58 Steinliöggvarinn. honum, því hann stóð óhreyfður og óskekinn, en þœr brotnuðu og dóu við fætur hans. «þessi eini klettur setur mér þá lög,» sagði skýið. «Eg vildi óska að eg væri í hans sporum.» «þú skalt verða það,» mælti éngillinn. Og samstundis varð hann að hinum fasta, óbif- andi kletti, sem sólargeislarnir unnu ekkert á, og sem rigningarnar og bylgjurnar fengu ekki grafið fætur undan. En fyrir neðan sig sá hann allt í einu einhvern lítilmótlegan mann og fátæklega til fara, og var hann útbúinn með járnmeitil og hamar. þessi mað- ur klauf úr honum hvefrja blökkina eptir aðra, og hjó þær í einlæg teningsmynduð stykki. «Hvað er þetta ?» kallaði kletturinn. Einn mað- ur skyldi megna að rífa heilar blakkir úr brjósti mínu ? Eg væri þá eptir því óstyrkari en hann ? Betur ég væri orðinn að þessum manni.» «Verði þinn vilji,» sagði engillinn. Og hann varð fátækur steinhöggvari, eins og hann var í fyrstu, almúgamaður og erfiðismaður í grjótnámunum. Hann hafði harða vinnu, varð að strita án afláts, og fékk lítið í aðra hönd, en var nú héðan af vel ánægður með hlutskipti sitt. Stgr. Th.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.