Iðunn - 01.07.1885, Page 8

Iðunn - 01.07.1885, Page 8
2 Jónas Jónasson: væri rekinn nógr, ekki þyrfti hann að leggja út pen- inga fyrir við í kirkjuna þegar hann færi að byggja hana. þeir voru honum líka vel innanhandar, og hjalp- uðu honum með margt hvað eina sem hann vanhag- aði um. það var heldr ekki illa varið þeirri hjálp, sem þeir veittu síra þórði, því að hann annaðist öll sín störf bæði prestsverk og bústörf með mestu fyrir- hyggju og dugnaði; hann gekk til allrar vinnu með vinnumönnunum sínurn, og það var komið það lag á heimili hans, að innan fárra ára mundi hann hafa orðið fyrirmynd sóknarbarna sinna í búskap og öll- um dugnaði. þegar saga vor byrjar áttu þau hjón tvö börn : annað var á öðru árinu, hitt var 8 vikna. Og fyrir sjálfum sér og börnum þessum bygðu þau hjónin skýjaborgir, fyrir mörg, mörg ár. Bitt föstudagskvöld seint í júlímánuði kom síra þórðr heim af engjunum með vinnumönnum sínum ; það hafði verið brakandi þerrir um daginn, og yfir 100 hestar af skraufaþurru heyi voru þar úti í mýr- inni, og var svo sem sjálfsagt að binda þá að morgni, hann lagði hrífuna sína upp á bæjarkampinn, og sagði: #Svo langar mig til að biðja ykkr, piltar mínir, að gæta að roipurn og reiðingum í kvöld, og sjá hvort ekki þarf að gera að einhverju af því, því að mér þætti gott ef við gætum byrjað tímanlega að binda í fyrramáliða. »það mun verða bundið á fimm eins og vant er« spurði annar vinnumannanna.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.