Iðunn - 01.07.1885, Blaðsíða 10
4
Jónas Jónasson :
Hún fekk honum mjólkrkönnu. jpegar hann hafði
drukkið nægju sína, sagði hún með áhyggjusvip :
»Er þér ilt, elskan mín, þú ert svo fölr!«
»Ekki held eg það sé mikið, enn mér er leitt í
höfði, og eitthvað undarlega máttlaus. Eg ætla að
sofa í þessu rúmi í nótt; það getr orðið ónæðissamt
fyrir þig með börnin, að eg sé hjá þér«.
»Jæja, þú ræðr því, enn hvað viltu borða?«
»Ekki neitt, eg hefi enga matarlyst, eg vil helzt
fara að hátta«.
Og hann fór að leysa af sér ; kona hans hjálpaði
honum iir bleytunni, og þegar hann var kominn upp
í rúmið, bauð hann honni góða nótt með kossi.
Konan var svo áhyggjufull, að henni lá við að
gráta; henni leizt svo illa á veiki bónda síns; enn
hann reyndi að hugga hana, strauk hendinni um
vanga hennar og sagði: »Eg sef það úr mér í nótt«,
kysti hana aftr og snori sór til veggjar.
það var seinasti kossinn sem hann kysti hana.
— Seint um nóttina vaknaði síra þórðr með svo
miklum höfuðórum, að hann ætlaði að stökkva niðr
úr rúminu og fara að hamast í bindingunni; það
ætluðu engin bönd að halda honum. það varð að
vekja Jón vinnumann til þess að vera yfir honum.
Valgerðr réði ekkert við bann.
Hann sá ótal ofsjónir; honum fanst hanu vera
staddr úti í kirkjugarði, og ekki geta komizt fet
fram né aftr fyrir opnum gröfum. Síðan sá hann
einhverja vera að flá konu sína lifandi, og svo þótt-
ist hann vera kominn í Stiklastaða orustu, og kall-
aði hátt: »Pram, fram, bændr og búalið«. Hann