Iðunn - 01.07.1885, Side 12

Iðunn - 01.07.1885, Side 12
6 Jónas Jónasson: eigur þeirra hjóna; skuldirnar voru niiklar, en eig- urnar líka töluverðar. Nú vórðr að nefna fleiri menn til sögunnar. Maðr er nefndr J>orlákr Valgarðsson ; hann bjó á bœ þeiiu er bjet í Seljadal, og var það í næsta prestakalli við Höfða. þorlákr var maðr auðugr, og þá kominn á sextugs aldr. Hann var manna bezt að sér í þeim sveitum, og var því kjörinn bæði hreppstjóri og odd- viti 1 þeim hreppi. þótti hann ganga rösklega fram í þeim báðum embættum, enn flimtað var, að hann tapaði ekki á því. Enn fæstir þorðu mikið um að tala, og gátu því síðr, því að lítið var um almenna mentun í þeim bygðarlögum. þorlákr var vin mikill sfra þórðar og þeirra hjóna, og var þeim oft til hjálpar ef á þurfti að halda ; höfðu þau oft flúið til hans þegar þeim lá á, og hann þá hjálpað þeim í viðlögunum. Enn það sögðu samt kunnugir menn, að hvorugr muni, að öllu samtöldu, hafa átt hjá öðrum, því að síra Jpórðr hafi altaf haft hönd í bagga með í reikningum þeirra á milli. Eftir lát sfra þórðar var þorlákr svo að segja önnur hönd Valgerðar með alla þá frammistöðu, er hún helzt þurfti með. Enn hann var líka fleiri manna önnur hönd. Hann var vanr að hafa mörg járnin í eldinum í einu, og svo var það enn. Til þess verðr sórstaklega að geta tveggja manna. Annar var sýslumaðrinn. Hann var danskr bók- bindari, og hafði komið inn með embættisbréfið í vasanum sumariö áðr. Hann hafði fyrir 20 árum tekið lögfræðispróf, enn vissi ekkort annað um ís-

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.