Iðunn - 01.07.1885, Side 14

Iðunn - 01.07.1885, Side 14
8 Jónas Jónasson : Uppboðsdagrinn var runninn upp. jporlákr var nýkominn á fætr, og gokk um gólf í Höfðastofu ; hann hélt á tóbaksdósunum sínum milli þumalfingrsins og vísifingrsins á vinstri hendinni, og snori þeim á milli gómanna með hinni. f>að var auðsóð hann var að hugsa eitthvað mikið. Enn hvað hann var að hugsa — það gat enginn séð, þó að ótal augu hefði vakað yfir honum í öllum áttum. Og þó að menn hefði hlustað mjög vandlega, heyrð- ist ekkert nema einstöku sinnum á stangli: »Lát- um okkr sjá, 54 ær, og 46 gemlingar«, og, svo kom líka stundum »4 krónur og 3 krónur«. Við þessa reikninga sn^rust tóbaksdósirnar tiðara í milli fingr- anna, enn hægðu svo á sér aftr. Svo tók hann þær opnar, • sló með þumalfingrshnúanum á gaflinn á þeim, og tók mjög hægt og gætilega í nefið. Prestskonan kom inn í stofuna; hún bar borð- dúk samanbrotinn á handleggnum, og hólt á diski og hnífapörum ; hún breiddi á borðið og sótti síðan mat og bar þar fram ; þegar því var lokið, bað hún J>orlák að gera svo vel. |>orlákr settist niðr og fór að borða. Prestskonan settist á stól út við gluggann. »|>að líklega verðr fjölment hérna í dag í þessu veðri« sagði jporlákr, um leið og hann smurði sór brauðsneið, »það væri líka óskandi að það kæmist í verð þetta sem á að selja«. »Og betra þætti mér það nú, að það kæmist í verð, svo að þeir sem eiga hjá mér, gæti fengið sitt«. »Enn þér sjálfar, blessaðar verió þér, eg vil nú vona

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.