Iðunn - 01.07.1885, Page 16
10
Jónas Jónasson :
rauða klárinn, svo að eg færi þó ekki gangandi
héðan«.
#Eg skal muna eftir því að bjóða í þetta fyrir
yður, enn hvað haldið þér að eg ætti að bjóða mest
í kúna ?«
»Eg veit hún verðr dýr, af því að það er fátt uin
þær, enn það verðr að hafa það. þór verðið að ráða
þvf; eg hefi ekkert vit á því«.
»þ>ér gerið nú minna úr yðr en vert er, enn ekki
svoleiðis, blessaðar verið þér, eg skal reyna að reyn-
ast yðr eins og eg get — það segi eg satt«.
»Haldið þér að búningrinn minn verði séldr?«
»Ekki get eg skilið það — eg skrifaði hann svona
upp hinseginn, af því að það á að gera það. Eg skal
reyna að sjá um að það verði ekki gert«.
»Ef það ætti endilega að selja hann, þá ætlaði eg
að reyna að hafa einhver ráð með að ná honum inn
aftr, að minsta kosti béltinu ; það er helzti griprinn
sem eg á svo sem minningu uin manninn minn
sáluga«.
»Ja blessaðar verið þér, það verðr ekki selt».
»Enn reiðtygin mín ?«
»þau voru ekki skrifuð upp«.
Eétt í þessu var riðið geyst 1 hlaðið á tveim vökr-
um. það var þorvaldr á Marbæli. Honum var
boðið inn að borða með þorláki. Prestskonan fór út.
Fyrst spurðust þeir almæltra tíðinda. þegar þeir
voru búnir að borða og drekka kaffið, fóru þeir út.
það var allra skemtilegasta vorveður; þeir félagar
gengu út á tún og þar að fjúrhúsi einu. þeir sett-
ust á fjárhússvegginn.
»Eg brá mér hingað í fyrra lagi, kunningi« sagði