Iðunn - 01.07.1885, Page 22
16 Jcmas Jónasson:
sem hér hafði mest að segja, og vildi því engi stryk
fá f sína reikninga.
»Og fimm til enn !«... öskraði Jón í Móhúsum, enn
skrapp um leið á bak við Pál pestarket. Páll þagði
og tók upp tóbaksspotta, hnýtti á, og beit af; hann
hló ögn út á vinstri vangann, og leit ýmist á jpor-
lák eða Jón.
»0g fimm enn þá, og sláið þjer hana svo bölvaða
beljuna...« sagði þorlákr við sýslumann, og hann sló
honum hana þegar á 130 krónur.
»130 krónur... þorlákr á Seljadal!« sagði sýslu-
maðr við skrifarann.
»Nei-----Nei, md. Valgerðr á Höfða !« sagði jpor-
lákr. »Ykkr varð ekki kápan úr því klæðinu, að
sprengja upp fyrirmér rétt í þetta sinn«.
|>að hefði ekki komið flatara upp á þá félaga, þó
að þeim hefði verið rekið utan undir.
þeir röltu burt af uppboðinu. þeim þótti svo ilt
að hafa sprengt upp fyrir aumingja prestskonunni.
Enn hver gat varað sig á þessu !
Eétt á eftir kom Sigurðr vinnumaðr heim, og óð-
ara enn jporlákr sá hann, gekk hann til hans.
»Má ekki fara að koma heim með féð?« spurði Sig-
urðr.
«Ekki nærri strax, haltu fénu íyrir mig inn í hlíð-
inni, og passaðu það fari ekki langt«.
»Enn er ekki rótt komið að því að selja það ? Eg
sá ekki betr enn það væri verið að selja kýrnar«.
»Skiftu þér ekki um það—það er mikið eftir enn«.
»Enn hvenær á eg þá að koma—ekki sé eg heim
iir hlíðarfjandanum«, sagði Sigurðr í styggum róm.