Iðunn - 01.07.1885, Page 24

Iðunn - 01.07.1885, Page 24
18 Jónas Jónasson: »48 krónur# sagði sýslumaðr. Hún spurði hver ætti boðið. »|>orvaldr á Marbœli«. »Eg held eg verði að bjóða 50 sjálf, ef eg má !« »50 krónur !« kallaði sýslumaður. Enn það var eins og einhver góðr andi hefði hvíslað því sama að öll- um sem næstir voru, því þeir œptu hver í kapp við annan : »|>að verðr að slá hann !« Og það var gert. Yfirboð þorvalds á Marbœli heyrðist ekki. Prestskonan teymdi Eauð sinn burtu og klappaði honum á nösina. Eétt í þessu komr þorlákr úr kirkjunni. »Eg er búin að bjóða upp á hann Bauð minn sjálf« sagði prestskonan, og brosti við, »eg fékk hann á 50 krónur«. »f>ar voruð þér heppin, blessaðar verið þér.... Eg vissi þó af einum hérna á aktsióninni, sem ætlaði ekki að láta hann fara minna en hálft annað«. »Jæja,... en eg ætlaði að vita hvernig stœði á fyr- ir sýslumanninum, hvort hann gæti okki farið að borða«. »Jú, það er liægt; það er langbezt hann borði áðr enn féð er selt«. Hún fór inn. Að litlum tíma liðnum var lokið að selja hrossin. Sýslumaðrinn og þorlákr fóru inn í stofu. Enn Jporlákr skrapp út sem snöggvast og kallaði upp : »Uppboðið er á enda«. »A ekki að selja fé ?« »f>að á að fara upp í kirkjuskuldina«.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.