Iðunn - 01.07.1885, Page 28
22
Jónas Jónasson :
nHafið þér það þá eins og yðr sýnist bezt, eg er
ekkert inn í þessu ; það er bezt það fari alt eins og
það fara vill«.
Og Valgerðr snöri sér undan, og gekk út.
I þessu bil kom Sigurðr vinnumaðr heim á hlaðið
með hestana; þeir félagar fóru að búa sig af stað.
Sigurðr átti að fara með þorláki og reka með hon-
um hans hluta af uppboðsfénu. Hann var vinnu-
maðr hans orðinn hvort ið var.
Enn með þorvaldi var kjörinn til rekstrarmanns
Páll pestarket. Hann kom í þessum svifunum heim
á hlaðið, og var kendr.
Hann var fokreiðr við þorlák í Seljadal af því að
honum var ekki slegið í gœrkveldi. Hann ætlaði sér
þó að sprengja upp fyrir honum.
Hann ávarpaði því þorlák á þessa leið :
»Hvernig sofnaðist þér í nótt, þorlákr?«
»Og heldr svona vel, því spyrðu að því ?«
»Nú rétt svona liinseginn; eg hélt kannske að
kaupin þín í gærkveldi hefði haldið vöku fyrir þér«.
iiþví svo sem það?« spurði þorlákr og skifti lit-
um.
iiNú, ja, það var si sona, að eg hélt samvizkan
gæti kannske ekk melt það, sem vergin flá af ekkj-
unum«, og hann glotti út á vinstra vangann, og
spýtti um tönn.
þorlákr gegndi engu.
nHeldrðu það viti ckki allir, að þú laugst að okkr
í gærkveldi, Láki, til þess að geta stolið af ekkjunni,
og það skal fara lengra ef eg má ráða; að ljúga og
stela af aumingja . . ..«
Lengra komst hann ekki, því liaun þurfti að bera