Iðunn - 01.07.1885, Qupperneq 30
24
Jónas Jónasson :
Og svo var hún einmana og aðstoðarlaus. Hún
var reyndar í húsum móður sinnar, enn hún varð að
sjá fyrir sér sjálf.
Enn það er ekki létt fyrir munaðarlausa ekkju, að
hafa ofan af fyrir sér og bráðungu barni af engu.
Hún fékk reyndar 20 króna eftirlaun af landsjóðn-
um ; enn hvað hrukku þær?
Hún átti að fá fjórða partinn af árstekjum Höfða-
brauðs fyrsta árið, og tólfta partinn af þeim hin
árin.
Enn hún fékk aldrei einskilding af því.
Prestrinn, sem þjónaði Höfðabrauði með, borgaði
það reyndar skilvíslega upp í topp á réttum tíma,
enn það komst aldrei lengra enn í vasa jporláks í
Seljadal.
Ilann átti svo fjarskalega margt og mikið hjá
maddömu Valgerði, að hann var viss um, að hann átti
þetta hjá henni og meira til, sem ekki var svo gott
að gera reikning fyrir.
það voru bæði ferðir og fyrirhöfn til hennar og fyr-
ir hana, meðan hún bjó ekkja þarna á Höfða, bæði
við útförina mannsins hennar, og svo seinna. Svo
hafði hann líka hjálpað henni svo mikið við að flytja
sig, og ekki tekið einskilding fyrir það. Pjárkaup-
unum var alveg gleymt. Páll pestarket og aðrir,
sem við voru, þorðu ekki að bæra sig á móti honum
|>orláki í Seljadal.
þorlákr gekk því hreinn og flekklaus gegn um alt.
þó að fullkominu orðasveimr væri um alt það, sem
fram fór á uppboðinu, beit það ekkert á hann. Hann
var líka vinr nýja sýslumannsins.
Lögin eru góð, meðan alt er eini'alt og óbrotið; enn