Iðunn - 01.07.1885, Side 36

Iðunn - 01.07.1885, Side 36
30 Helgun dýrlinga. kennimanna, munka, biskupa og kardínála, af ýms- um fiokkum og ýmsum þjóðum og á ýmsum aldri og með ýmsu útliti og ýmsum lit? þeirratalavar legio, því þeir voru margir. Og allir sungu þeir án afláts seint og dimmraddað og með hjárœnlegum róm: Ave, maris stella!, og ljetu liina helgu fána blakta yfir höfði sjer og veifuðu reykelsiskerunum. Bumb- ur voru barðar, klukkur hljómuðu og sólin ætlaði allt að steikja. Nú var eptir þyngsta þrautin, að komast inn, eptir að hinir útvöldu voru komnir hver í sitt sæti. Hundrað þúsundir manna er sagt að muni komast fyrir á Pjetursplássi (plássinu við Pjeturs- kirkju). Bkki vil jeg fullyrða, að svo mikið fjöl- menni hafi þar verið saman komið í þetta sinn ; en víst hefir það skipt mörgum tugum þúsunda. Nú vildi allur þessi sægur fá að sjá eitthvað af dýrðinni inui fyrir, þótt ekki væri noma rjett í svip. Bn þó að Pjeturskirkjan opnaði öll sín port á framhliðinni, íimm að tölu, varð samt svo mikill troðningur og þrengsli í hinu mikla anddyri kirkjunnar, samfara megnustu hitasvælu, að það mundi liafa kæft hvern mann, nema trúaða páfamenn og forvitna ferðamenn. Loks komumst viðþóinn. Bn litlu bættari þótt- umst við fyrst í stað. þar var hálfrökkur og mollu- drungi, eins og í jarðhýsi. Ljós voru þar þúsundum saman, nóg af vænum vaxkertum, en þau gjörðu ekki nema blöktu á skari. f>au stóðu á öndinni af loptleysi, eins og mannsöfnuðurinn, sem inni var. Er þó Pjeturskirkja meira en 400 feta á hæð undir hvelfingu, 620 fet á lengd og 460 fet á breidd, þar sem hún er breiðust. Enda var hún meir eu 120 ár í smfðum (1503—1626), og kbstaði að mælt er

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.