Iðunn - 01.07.1885, Side 38

Iðunn - 01.07.1885, Side 38
32 Holgun dýrlinga. inn, sem líkneskja postulans situr á, í heiðurs skyni. ]pað er siður kaþólskra manna, er korna í Pjeturs- kirkju, að kyssa tána á líkneskjunni, og er hún orð- in stórum máð af þeim kossagangi. þennan dag fekk táarstúfurinn svo marga kossa, að hann var spegilgljár; en í framan var postulinn »blár sem Hel«. |>ar upp yfir, sem páfinn sat, var nokkurs konar sigurbogi, krýndur skínandi sól, og svifu þar innan í myndir hinna nýju dýrlinga, með tvöföldum helgi- ljóma umhverfis. það er siður á hátíðum, að kar- dínálar og annar meiri háttar kennilýður gengur fyr- ir páfa þar sem hann situr í kirkjunni, og kveður hann virðulega, sinn með hvorum hætti, eptir met- orðum. Kardinálarnir byrjuðu. J>eir gengu einn og einn inn að hásæti páfa í purpuraskikkjum sln- ura, með 4 álna langan skikkjuslóða á eptir sjer, og kysstu á hönd hinum heilaga föður, ekki bera þó, hcldur innan undir kápu hans. þá komu patríark- ar, erkibiskupar og biskupar, og kysstu á knje páfa, og loks ábótar með mítur á höfði og hinir göfgari munkar, og kysstu á fót honum. þessu næst bar einn kardínálinn fram þá bæn fyrir hönd þeirra allra, að hinum heilaga föður mætti þóknast að dæma þá N. N. og N. N. o. s. frv. þess maklega, að komast í helgra manna tölu. Bænin var flutt á latínu og var þar lögð sjerstakleg áherzla á orðin nnstanter petit (biður innilega)«. Höfuðsekreteri páfa veitti andsvör af hans hendi, þess efnis, að þessir menn væri að vísu allrar sæmdar maklcgir, en í jafn-mik- ilsvarðanda máli væri nauðsynlegt að gefa sjer uægi-

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.