Iðunn - 01.07.1885, Síða 40

Iðunn - 01.07.1885, Síða 40
34 Helgun dýrlinga. og sungu allir einum rómi: »miserere nostrú (mis- kunnaðu þig yfir oss). Nú tók kardínálinn til máls í annað sinn og flutti aptur sömu bæn og áður, um að helgunin mætti fram fara, en hafði nú orðin: instanter, instantius (innilega, * innilegar). Páfi er enn á báðum áttum. Tekur þá söfnuðurinn til að biðja á ný og syngur: Veni sancte spiritus! (Koin heilagur andi !). Síðan hefir kardínálinn upp bæn sína í þriðja sinn og knýr nú enn fastara á eu áður; instanter, instantius, in- stantissime, segir hann (innilega, innilegar, innileg- ast!). Nú fær páfinn eigi staðizt léngur. Iíann les nú upp helgunarformálann og lýsir þá hina hásælu guðsvini, N. N. og N. N. o. s. frv., rjettkjörna dýr- linga, og heitir að staðfesta það með postullegu brjefi. Nú kyrjar hann sjálfur upp: Te deum (þjer mikli > Guð o. s. frv.), en ekki heyrðist til hans nema upp- hafið, því hin mikla söngmannasveit páfans tók óð- ara undir og þar með allur hinn mikli söfnuður, og sungu einum rómi hinn forna og fræga lofsöng Am- brósíusar biskups, með svo þróttmiklum hljómi, að tók undir í hinum geysiháu hvelfingum af manns- röddunum eintómum, því ekki var hafður neinn org- ansláttur, og þó af svo mikilli list, að það fór hvað eptir annað titringur um mig allan — svo varð jeg frá mjer numinn. Jeg hefi aldrei á æfi minni heyrt neitt því líkt. Meira en tuttugu þúsundir sálna voru saman komnar í musterinu, og engin þagði. það var eins og hvelfingarnar ætluðu að rofna, og þó var það fagurt. Jeg gleymi því aldrei, meðan jeg lifi. I sama bili sem páfinti hóf' upp 'l'e deum, kváðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.