Iðunn - 01.07.1885, Page 40

Iðunn - 01.07.1885, Page 40
34 Helgun dýrlinga. og sungu allir einum rómi: »miserere nostrú (mis- kunnaðu þig yfir oss). Nú tók kardínálinn til máls í annað sinn og flutti aptur sömu bæn og áður, um að helgunin mætti fram fara, en hafði nú orðin: instanter, instantius (innilega, * innilegar). Páfi er enn á báðum áttum. Tekur þá söfnuðurinn til að biðja á ný og syngur: Veni sancte spiritus! (Koin heilagur andi !). Síðan hefir kardínálinn upp bæn sína í þriðja sinn og knýr nú enn fastara á eu áður; instanter, instantius, in- stantissime, segir hann (innilega, innilegar, innileg- ast!). Nú fær páfinn eigi staðizt léngur. Iíann les nú upp helgunarformálann og lýsir þá hina hásælu guðsvini, N. N. og N. N. o. s. frv., rjettkjörna dýr- linga, og heitir að staðfesta það með postullegu brjefi. Nú kyrjar hann sjálfur upp: Te deum (þjer mikli > Guð o. s. frv.), en ekki heyrðist til hans nema upp- hafið, því hin mikla söngmannasveit páfans tók óð- ara undir og þar með allur hinn mikli söfnuður, og sungu einum rómi hinn forna og fræga lofsöng Am- brósíusar biskups, með svo þróttmiklum hljómi, að tók undir í hinum geysiháu hvelfingum af manns- röddunum eintómum, því ekki var hafður neinn org- ansláttur, og þó af svo mikilli list, að það fór hvað eptir annað titringur um mig allan — svo varð jeg frá mjer numinn. Jeg hefi aldrei á æfi minni heyrt neitt því líkt. Meira en tuttugu þúsundir sálna voru saman komnar í musterinu, og engin þagði. það var eins og hvelfingarnar ætluðu að rofna, og þó var það fagurt. Jeg gleymi því aldrei, meðan jeg lifi. I sama bili sem páfinti hóf' upp 'l'e deum, kváðu

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.