Iðunn - 01.07.1885, Side 46

Iðunn - 01.07.1885, Side 46
40 Alexander Puschkin: lýsa rússneska sloppnum hans Adrians Prochoroífs, né skarti þeirra Akúlínu og Darju, sem var eftir Evrópumanna tízku; að því leyti vík eg frá venju skáldsöguhöfundanna. Samt er ekki af vegi að geta þess, að báðar dömurnar báru gula hatta og rauða skó, og gerðu þær það ekki nema við mjög hátíðleg tækifæri. Litla húsið skóarans var troðfult af gestum; voru það mest þýzkir iðnaðarmenn, konur þeirra og sveinar. Af rússneskum embættismönnum var bara einn við, Este Jurko, nætrvörðr einn, sem hafði haft lag á því þó lágt væri settr, að koma sér inn und- ir hjá veitanda sínum. Hann hafði þjónað emhætt- inu með trú og dygð í tuttugu og fimm ár. Elds- voðinn 1812, sem eyddi höfuðstaðinn, eyddi líka gula varðhúsinu hans. Enn undir eins og fjand- manna herinn var á flótta rekinD, kom nýtt hús í þess stað. jpað var grátt með litlum hvftum dór- iskum súlum, og Jurko fór aftr að skálma fram og aftr úti fyrir því í vopnfrakkanum gráa með reidda öxina. Eétt allir þjóðverjar, sem bjuggu nálægt Nikitski-hliðinu, þéktu hann, og sumir þeirra höfðu jafnvel náttað sig frá sunnudegi til mánudags undir þaki hans. Adrian kom sór strax í kunningsskap við hann, eins og við mann, sem hann fyrr eða síðar kynni að þurfa á að halda, og þegar gestirnir settust að borði, sátu þeir saman. Herra og frú Schulze og Lotta dóttir þeirra, er var 17 ára gömul, hjálpuðu elda- buskunni til við frammistöðuna meðan gestirnir voru að borða og skrafa saman. Bjórinn fossaði í straum-

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.