Iðunn - 01.07.1885, Page 49

Iðunn - 01.07.1885, Page 49
Draugaveizlan. 43 Og með þessum orðum byltist Adrian aftr á bak °fan { rúmið sitt og fór þegar í stað að skera hrúta. það var ekki orðið fullbjart þegar Adrian var vak- lnn. Kona Truschins kaupmanns hafði andazt um Bóttina, og maðr ríðandi var sendr með þessar frótt- lr til hans. Greftrunarmaðr gaf honum tíukópeka- peningi { ómakslaun, hraðaði sér í fötin, og fór á vagni til Kasgulai. Lögreglumenn höfðu þegar verið settir við húsið, þar sem hún stóð uppi. Verzlun- armenn gengu þar út og inn eins og hrafnar, sem voka yfir hræi. Hin látna lá á borði, gul eins og Vax, en ekki var rotnunin enn farin að afmynda hana. Krændr, nágrannar og vinir stóðu þar í kring. Allir gluggar stóðu opnir; skært loguðu kertin, klerkar þuldu bænir sínar. Adrian geklc að bróður- syni Truschins, ungum kaupmanni, í frakka með allra nýjasta sniði, og skaut því að honum, að það skyldi verða óhætt um það, að kistan, kertin og lík- klæðin, og allt annað, sem þörf væri á við útförina, skyldi verða áreiðanlega og gallalaust látið af hendi. Erfinginn þakkaði honum þurlega og kvaðst ekki mundi deila við hann um kostnaðinn, og reiða sig á samvizkusemi hans. Adrian bölvaði sér uppá einsog hann var vanr, að hann skyldi ekki verða of dýr á verkinu, en skotraði þó um leið eitthvað skrítilegum augum til verkþjóna sinna; hafði sig svo á burt til að skipa fyrir það Bem þurfti. Allur dagurinn gekk til þess, að fara fram og aftr niilli Rasgulai-strætis og Nikitski-hliðs. Jurko kunn- 1) Kópok er nálæg 2‘/a eyrir.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.