Iðunn - 01.07.1885, Side 52
46
Alexandcr Puschkin:
seldir fyrstu líkkistuna þína 1799—lrán átti reyndar
að vera úr eik, enn þú hafðir hana samt úr furu !«
Með þessum orðum seildist draugrinn til hans með
beina handleggnum; enn Adrian tók á því, sem hann
hafði til, æpti upp, og hratt honum frá sér.
Pétr rasaði, datt, og hraut allr í sundr.
Gremjukurr fór um allan draugahópinn. þeir
tóku upp þykkjuna fyrir félaga sinn, og jósu skömm-
um og heitingum yfir Adrian; aumingja veitandinn
varð alveg utan við sig, nær dauða enn Iífi ; honum
félst hugr; hann datt um beinagrindina úr varðliðs-
foringjanum, og féll í ómegin.
— Sólin var fyrir löngu farin að skína á rúmið
þar sem greptrunarmaðrinn lá. Loks opnaði hann
augun, og sá þernuna; hún var að blása að kolunum
í temaskínunni. Adrían mundi eftir öllu því, sem
fram hafði farið í gær : herdeildarforingjanum, frvx
Truschin og varðliðsforingjanum. Eann honum þá
kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann beið þess
þegjandi að stúlkan ávarpaði sig, og segði sér frá
því sem fram hefði farið um uóttina.
»Hvað þú ert búinn að sofa yfir þig, faðir sæll«
sagði Axinja, og rétti honum fötin hans. »Ná-
grannar þínir, skraddarinn og nætrvörðrinn komu að
segja þér, að í dag væri nafndagr lögreglustjórans,
enn þú svafst samt og við gátum ómögulega vakið
þig«.
»Og komu þeir til mín frá henni frú sálugu
Truschin ?«
»Sálugu? Er hún þá dauð ?«
’T'lónið þitt 1 hefirðu þá ekld sjálf hjálþað mór til
þess, að kóma öllu í lag til útfarárinnar?*