Iðunn - 01.07.1885, Page 54

Iðunn - 01.07.1885, Page 54
48 Púðrið. Schwartz (svarti) að nafni, hefði fundið púðrið, enn það er nú löngu sannað að er ekki. |>að er sannað að Kínverjar þektu og notuðu púðrið um Krists daga, eða að minnsta kosti á 10. öld. |>að var þá búið til úr sama og nú, saltpétri, brénnisteini og viðarkolum. Bnn þá var miklu meira baft af brennisteininum og kolunum, enn nú er gert, og var þvi púðrið langtum kraftminna. Kínverjar voru einrænir mjög og skeyttu eigi um aðrar þjóðir, enda voru samgöng- ur þá litlar og örðugar, og er því auðskilið að þekk- ing á uppfundning þessari kom ekki þaðan til vestr- landa fyrri enn mörgum öldum síðar. Sumir segja að púðr hafi borizt frá Kína til Araba á Sýrlandi og Egyftalandi og þaðan til Serkja á Spáni ; þar þektist púðr á 13. öld. |>að er meira enn óvíst, að Mongólar hafi haft púðr, þegar þeir ruddust inn í þýzkaland á 13. öld þó að sumt virðist benda til þess. Ef svo hefði verið, hefði púðrið breiðzt út frá Kína til vestrlanda, landveg frá vestrhéruðum þess. Líklegast héfir það verið hinn svonefndi gnskielclr, sem Mongólar höfðu. Margir ætla að gríski eldrinn hafi verið sú blanda, sem púðrið hafi seinna fundizt út af. Hann var fluttr til Miklagarðs á 7. öld af manni sýrlenzkum, er Kalliníkos hét, og fékk hann nafn sitt af því, að að hann var fyrst notaður í Grikklandi, enn kominn var hann frá Sýrlandi, og má vel vera, að hann hafi flutzt þangað frá Kína. Hann hefir verið búinn til úr saltpétri og brennisteini og var látið í það viðar- kvoða og eldfimar olíur, einkum nafta; varð úr þessu deig nokkurt íþykt, sem var hrist eða slett á óvinina úr pottúm eða pípum. þegar kveikt var í

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.