Iðunn - 01.07.1885, Side 60

Iðunn - 01.07.1885, Side 60
54 JPúðrið. saman, og kolin ein sér; er látið í mortélsholurnaí svo mikið sem þær eru stórar til, og núið þar með hlaupurum, sem er snúið með rekhjólum. því næst er efnunum blaudað saman, og stöppuð aftr með hæfilegri vætu. Eftir ákveðinn tíma eða höggva- fjölda er púðrefnið látið í annað mortél og stappað að nýju. Agæti púðrsins er að mestu komið undir því, að í hverju korni sé nokkuð af öllum efnum púðrsins í réttri blöndun ; verðr því að vanda stöppunina mjög, svo að það verðr að stappa púðrið að minsta kosti 32000 högg, eða í 36 klukkustuudir. A mjög smá- gerðu og vönduðu púðri verðr það að vera helmingi lengr. Valtaramylnur mylja og blanda efunum með afar- þungum, yfir 5000 kílógramma (kílógr. =2 pd.) þung- um völturum úr marmara, eiri eða hörðu tré. Botn- inn undir völturunum er af hörðu efni, enn þó oftast öðru enn valtarinn. Saltpétrinn er mulinn á einum valtara og kol og brennisteinn á öðrum; síðan eröllu blandað saman, og mulið að nýju. þriðja aðferðin, sem mikið er höfð í nýjum verk- smiðjum, að gera púðr, er með bumbuhólkum. Efn- in, og síðan púðrhrúgan, ér látið í lokaða, sterka og sívala hólka, líka stórum ámum; í þeivn eru stórar málmkúlur, og hólkarnir eru síðan settir í hringhreif- ingu með verkfærum langan tfma. Síðan er eins farið að og í öðrum verksmiðjum. Svo kemr að þvf að þétta púðrið, til þess að gefa því næga festu. það er þannig gert, að vot púðrhrúgan er barin út í fast- ar kökur, eða valtarinn er látinn ganga hægt yfir þær, eða það er pressað saman á eirpönnuin í stórar flatar plötur. Síðan eru kökurnar brotnar sundr í

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.