Iðunn - 01.07.1885, Qupperneq 61
Púðrið.
55
mola á atærð við hnot, og þeir látnir á sáld úr lát-
únsvír eða bókfelli. Síðan eru bornar á það þungar
málmplötur eða kúlur, og svo er sáldinu snúið eða
ri*ggað, þangað til púðrið þrýstist saman í korn.
Sumstaðar eru púðrkökurnar látnar milli tveggja
stnástrendra málmvaltara eða þá í sérstök kyrningar-
foeri; því næst er púðrið fægt í fægibumbum, síðan
þurkað í þerrihúsum, og svo látið í poka og ker, og
stundum í koparkistur.
í>að er sjálfsagt að skilja púðrið áðr en það er lát-
tð niðr; er það gert með sáldum, þannig, að of
stór og of smá korn eru sælduð frá. þar eð alt púðr
er eins blandað, er það sældingin, sem aðskilr púðr-
tegundirnar : sprengipúðr, fallbyssupúðr, byssupúðr
°g veiðimannapúðr. þar sem svo ér ekki, verðr að
að búa það til sitt í hverju lagi.
Síðan strandvarnar- og skipafallbyssur fóru að verða
svo tröllauknar að stærð, virtist stórgerðasta fall-
byssupúðr jafnvel of smágert, eins og það var bing-
að til, og var því nokkuð rétt í því, er flónið sagði,
þegar það sá fallbyssukúluna, að hér þyrfti víst stórt
púðr til. I Ameríku liöfðu menn fyrst púðr, sem
var með hnotstórum kornum, eða eins og smá epli.
Enn þar' eð þetta púðr átti þó ekki vel við, þá
fóru menn að pressa úr púðrdeigi fjór-, sex- og átt-
úliðaða strendinga, 3—6 centimeter (centimeter er
®=f iir þurnl.) á þvermál og hæð, og eru smágöt gerð
eftir þeim endilöngum. þetta er kallað stangapúðr.
Púðr er reynt á ýmsan bátt, til þess að vita bvað
það er gott. það má ekki vera mjög hægt að mylja
það sundr, ekki upplitast, og sízt fá á sig hvíta
bletti; þegar kveikt er í því á pappír má ekki vera