Iðunn - 01.07.1885, Page 62

Iðunn - 01.07.1885, Page 62
56 Púðrið. eftir sviðablettr, og engin púðrkorn, og svo á það að vera nándar nærri jafnþungt og það sem til þess fer. Til að reyna kraft púðrsins hafa menn ýmsar púðrraunir, þ. e. tilfæringar, sem sýna með stigafjölda kraft í vissum skamti af púðri. Sum- staðar hafa menn reynslubyssur, og er þá þungri kúlu skotið úr henni með lítilli lileðslu vissan, af- mældan veg. það er svo sem auðvitað að allrar varúðar verðr að gæta við púðrgerð. 011 járn- og stálfæri, eldfæri, og öll þau verkfæri, er geta vakið eld með núningi, verða að geymast langt í burtu. það má ekki ganga inn í hættulegustu herbergin nema á flóka- eða dúk- skóm, og hitinn í þerristofunum má ekki verða meiri en víst stigatal, og verðr þar að leggja í ofna með allri vamð. Gluggaglerin í þerristofunum verðr að mála með kalki eða hvítum olíulit, því annars gæti geislabrot af beglum í glerinu gert líkar verkanir og eldgler. Margt er ilt við púðrið, einkum svælan, þegar skot- ið er með því, og óhreinindin, sem eftir verða, og svo hvað það þolir illa raka. Púðrinu er blandað saman á verklogan hátt, og skyldu menn því ætla, að framfarir manna i efnafræðinni hefði kent mönn- um að finna upp annað betra í þess stað. Bnn það hefir ekki hepnazt til þessa, og enn þá hefir engum gefizt að ryðja burt hinni svörtu uppfundning mið- aldanna, sem óvinir púðrsins kalla það. Bezt er skotbómullin. Hún er efnablanda, bygð á leysingu púðrsins, og kemr þar brennisteinssýra og saltpótrssýra í staðinn fyrir brennistein og saltpétr, og bómull í staðinn fyrir kol. þó gotr ekki skotbóm-

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.