Iðunn - 01.07.1885, Side 77
Mars.
71
°g það Ijós, er berst frá þeim til jarðarinnar, er endr-
^astað sólarljós, og geta því eigi ljósbrotslitir jarð-
stjarnanna verið að neinum mun ólíkir ljósbrotslit
sólarinnar. |>ó hafa menn séð glögg merki um
Vatnsgufu í ljósi Satúrnuss og Mars’. Frakkneskr
stjarneðlisfrœðingr, er Janssen er nefndr, hefir rann-
sakað ljósbrotslitu jarðstjarnanna. Hann hafði 115
feta langa járnpípu og lokaði báðum endum með
glerplötum; því næst kveykti hann bál við annan
enda pípunnar og horfði á bálið frá hinum endanum
gegn um pípuna. Síðan sogaði hann loftið ur
pípunni og fylti hana með vatnsgufu með sjöfaldri
andrúmslofts-þrýstingu. Ljósbrotslitrinn af bálinu
var allr samlitr, enn er skoðað var gegn um vatnsguf-
Una, varð myndin öll teinótt, og vóru teinarnir s ams-
konar og með jafnlöngu millibili og i ljósbrotslit
sólarinnar, þegar sól er lágt á lofti, eða þegar horft
ei’ í gegn um ið þétta og vatnsríka lag loftshvolfs-
las, er nsest er jörðu. Janssen hefir gert athuganir
stjörnuljós á fjallatindum í Grikklandi og á Ítalíu
°g hefir orðið þess vís, að vatnsgufa er í lofthvolf-
Unum á Mars og Satúrnus að minnsta kosti. Ann-
ar frægr stjarnfræðingr enskr, er Huggins heitir,
kefir rannsakað þetta. Hann athugaði Mars árið
1871. Sólarljósið fer tvisvar gegn um lofthvolf jarð-
sljarnanna áðr enn það berst til jarðarinnar og
sýnir oss ljósbrotslituna. Væri nú vatnsgufa í loft-
kvolfinu á Mars, þá mætti sjá það af dökkum rákum
1 inu »orange«-gula belti ljósbrotslitanna. Jpessar
l’ákir sá og Huggins glögglega, er hann rannsakaði
Ijósið frá Mars. Svo að ganga mætti úr skugga
Ulu það, hvort rákir þossar stöfuðu frá lofthvolfi