Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 9
IBUNN|
Colomba.
103
fyrir því, að hann skyldi vera bæði ríkur og ham-
ingjusamur. En þar eð hann fékk nú því nær
óstjórnlega löngun lil þess að vita, hvað það væri,
sem kveldi Antonío svo, hugði hann, að nú væri
bezt að spyrja liann spjörunum úr.
Þeir gengu nú mjóa fjárgötu upp eftir öræfunum
og kvöldhiminninn varð nú sífelt fegri og fegri. Tístið
í engisprettunum heyrðist við og við úr þyrnirunn-
unum með blárauðu blómunum, en þagnaði jafnan,
eins og andartak, meðan þeir gengu fram hjá.
»Og þó hefi ég nú stundum öfundað þigcr, hófst
Efes máls að nýju. »Mér var sagt, að þú værir í
þann veginn að verða frægur maður og að þú
skemlir þér vel á milli«.
Anlonío svaraði engu, en Efes hélt áfram hálf-
hykandi: »Og ætlar þú nú ekki að ganga að eiga
fagra og ríka konu, sem þú hefir ást á?«
Antonío leit framan í hann með heiftúðugu augna-
ráði og það var rétt eins og hann langaði til að
reiða stafinn til höggs á liöfuð honum. — Æ, hann
var nú kominn hingað til þess að reyna að gleyma
hérna í einverunni og minnasl ekki einu orði á það,
sem sí-pindi hann — og nú var hann einmitt mint-
ur á það!
»Eg geng ekki að eiga neina konu«, sagði hann
stuttur í spuna.
Og nú var eins og svipurinn harðnaði. Augnaráðið
varð svo kalt og starandi, að Efes lá við að móð-
gast af því. Þegjandi gengu þeir nú leiðar sinnar.
Antonío tók af sér hatlinn og setti hann á endann á
gönguprikinu, sem hann bar um öxl sér. Hann var
svo reiður og æstur í skapi, að hann langaði helzt
til að ná í eitthvað og mölva það milli handa sér.
En í þessari svipan kom sveitastúlka gangandi
til móts við þá. Hún var há og grönn, augun svört