Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 10
104
Grazia Deledtla:
| IÐUNN
og andlitið fölt, ennið fremur lágt, en hliðarsvipur-
inn óvenju hreinn og fagur.
Eins og venja var til, var hún í stuttu, vel feldu
pilsi og í upphlut úr gulu klæði. Hún bar pinkil á
höfði sér og hafði vafið dökku ullarsjali um höf-
uðið. Léttfætt og fim eins og fjallageitin kom hún
nú á móti þeim. Og þetta datt líka Efes í hug, er
hann nam staðar og horfði á hana leiftrandi aug-
um.
Stúlkan gekk hjá.
»Gott kvöld, Colomba! Gættu þess nú, að ein-
hverjum hauknum slái ekki niður yfir þig«, sagði
Efes og horfði á hana.
Hún sneri sér ekki við, en svaraði um hæl: »Þér
eruð nú sjálfur svo góður veiðimaður, að ekki þarf
að óttast lengur fálkann í þessu landi!«
»En nú er einn þeirra kominn hingað langar
leiðir að«.
»Hvernig fór hann að því?« sagði Colomba og
fjarlægðist æ meir og meir.
»Snúðu þér við og þá muntu sjá hann«.
»Eg á nú bágt með að snúa mér við; en ég sé
hann líka svona. Þetta er enginn haukur, það er
gauk-grey!«
»En hann heldur sig líka upp til heiða«, svaraði
Efes hlæjandi.
Antonío mælti ekki orð af munni, en hann ein-
blíndi líka á þessa fögru stúlkumynd, er bar svo
hátt við kvöldhimininn.
»Heilsaðu Marteini bónda kærlega og lílca Pétri
frænda! Við ætlum að heimsækja ykkur í kvöld«.
Stúlkan svaraði engu og hélt leiðar sinnar.
»Hver er þetta«, spurði Antonio.
»Heyrðu! þekkirðu hana nú ekki lengur, nágranna-
stúlkuna ykkar, hana Colombu Colias?«
»Nei, er það liún Colomba? — Hún er orðin falleg!«