Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 13
IÐUNN ]
Colomba.
107
kvöld, signor Antonío! Ég er kominn hingað til þess
að sleikja fyrir ykkur steikina og skemta ykkur og
Insalötu«, svaraði Marteinn bóndi. Hann var hár mað-
ur og lieldur ófrýnn á svip með skásett augu og
mikið rault efrivararskegg og hrafnsvart hárið hafði
hann fléttað í smáfléttur.
»Við sáum Colombu á leiðinni; hún var eitthvað
að flýla sér og hafði pinkil á höfði«.
»Ef svo er, þá fer ég«, sagði gamli maðurinn og
tók að ókyrrast.
»Ferðu? Og borðar ekki með okkur kvöldverðinn,
fálkinn þinn gamli? — Nei, það kemur ekki til
mála«, sagði húsbóndinn. »Farðu snöggvasl heim,
og komdu svo aftur með dóttur þína«.
Það vildi Marteinn gamli ekki heyra. Fara vildi
liann og koma ekki aftur.
»Hvað ertu að óttast?« sagði Azar gamli. Ertu að
óllast það, að einhver ræni henni frá Pétri þínum
hinum rauðeygða? Eða óttast þú, að Efes Múlas eða
sonur minn, prófessorinn, sjái hana? Farðu nú; við
erum hændaræflar, en þeir eru fyrirmenn. Já, farðu
nú!« Og um leið tók hann í axlir honum og skaut
honum út fyrir.
Og ekki leið á löngu, áður en Marteinn gamli
kom með Colomhu sína; hún var komin á leiðina
til þess að sækja hann.
»Æ, þú varst á leið hingað, Colomba mín«, sagði
Jakob gamli og tók í hönd lienni. »I’ig hefir ef til vill
grunað, að hér voru tveir ungir herrar? Geðjast þér
að þeim, he —? En það er nú ekki til neins fyrir
þig að virða þá fyrir þér; þeir eru ekki handa þér
og þínum líkum. I3eir vilja ekki kvænast vaðmáls-
pilsum, heldur silkiklæðum. Gáðu þess vegna að þér,
Colomba mín! Og ef þeir fara að horfa á þig, þarftu
ekki annað en að segja honum gamla Kobba það,
Pg þá skal hann herja þá!«