Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 16
110
Grazia Deledda:
[IÐUNN
»Ég ríð mínum eigin liesti«, svaraði Colomba.
»Það skal enginn þurfa að fyllast öfund min vegna«.
Svo spurði hún Antonío, hvort það væri til siðs í
borginni, þar sem hann ætti heima, að karlmenn-
irnir riðu hestunum, en konurnar sætu á lendinni á
þeim.
»Nei«, svaraði hann með beiskjuhrosi, »konurnar
í borginni ríða heldur sjálfum karlmönnunum á
háhesti og kunna svei mér að temja þá, enda þólt
það séu galdir folar í fyrstu«.
»Ha! ha!«
»Af hverju hlærðu?« spurði Efes. »Þelta er satt!«
»lig er ekki að hlæja af því, að ég trúi þessu eklci«,
svaraði hún glaðlega, »heldur af því að það fer
svona alstaðar, þar sem konan gefur sig eitthvað við
því að temja«.
»Skyldir þú þá kunna það?«
»Eg? — Betur en mörg önnur«.
»Viltu reyna?«
»Það myndi ekki borga sig við yður«.
»Nei, en við Antonío Azar . . . «
Hún roðnaði lítillega og leit niður augunum und-
an hinu heita augnaráði Antonío’s.
Jafnskjótt og máltíðin var á enda, stóð Marteinn
gamli á fætur og sagði við dóttur sína: »Nú förum
við!«
»Guðs friði«, sagði Colomba«. »Góða veiði og góða
skemtun!«
»Já, ef við hittum dúfu (colombu)«, hvíslaði Ant-
onío að henni. En ég mun lieiinsækja þig niðri í
þorpinu, fagra barn!«
Hjarðbóndinn og dóttir lians lögðu nú af stað
heimleiðis. En ekki voru þau fyr komin úr augsýn,
en Marteinn gamli sagði með hálfgerðum tryllingi:
— »Eg drep hann í dag eða á morgun, þennan Efes