Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 18
112
Grazia Deledda:
[ IÐUNN
»Svo að augun mín geta heldur ekki fullnægt þér,
€olomba?«
»Yðar augu horfa upp j'fir allar stjörnur og munu
aldrei líta niður til mín«.
»Hver veit, Colomba?« sagði hann og reyndi um
leið að grípa um hendina á henni.
En hún kipti henni stoltslega að sér. »Lálið mig
i friði, herra prófessor, lofið mér að fara minnar
leiðar: ég hæíi ekki yður og þér ekki mér. Og
auk þessa hafið þér brúði yðar«.
þetta nægði nú til þess að koma Antonío í versta
skap. Og Colomba fyltist afbrýði.
Oft og mörgum sinnum gengu þau svona hlið við
lilið í ljósaskiftunum þarna uppi í afréttinum og
mættu ekki nokkurri lifandi sálu. Stundum lögðu
þau líka upp frá seljunum að morgni og gengu þá
um kjarrskóginn og yfir hálendið, þar sein upp-
þornuð Asfódelos-jurtin roðnaði í morgunsólinni. Þá
var himinninn heiður og blár, og morgungolan, sem
leið yfir hálendið, var þrungin af angan frá ilmandi
jurtunum, er uxu þar hringinn í kring. Gaukurinn
hló í loftinu og fuglarnir flugu úr einni skógartung-
unni i aðra. Fagurt var landið, og þó var Colomba
enn fegri.
Antonío gat ekki orðið þreyltur á að virða hana
fyrir sér og það vanlaði ekki mikið á, að hann yrði
alvarlega ástfanginn af henni, enda þótt hygnin segði
honum að hafa gát á sér.
En hygni hans gat ekki varnað því, að Colomba
varð honum innilega vinveitt, og honum var beiskju-
blandin ánægja að þessu. Altaf þegar þau fóru sam-
an upp að seljum, var hann þar um nóttina og svaf
þá oft undir berum himni. Hann mataðist þá og
með lijarðmönnunum og lifði mjög svo einföldu lííi.
En bágt átti hann með að venjast lífi þessu, því