Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 20
114
Grazia Deledda:
| IÐUNN
smali, þá hefðir þú auðvilað ekki lilið við mér. Nú
liorfir þú upp til min, af því að ég er prófessor«.
»Já, svei mér þá«, var hún búin að svara, áður
en hún vissi almennilega, hvað hún sagði.
Alveg eins og hin, hugsaði Antonío og reyndi nú
að launa henni lambið grá. »En veitslu þá, hvað það
er að vera prófessor?«
»Ja, sei sei! Það er lærður maður og margfróður,
sem veit ýmislegt um stjörnurnar og um gróður jarð-
arinnar og ait sem hefir borið við frá upphafi ver-
aldar og — er þó eins og þeir hinir karlmennirnir«,
bætti hún við með ofurlitlu, háðslegu brosi.
»Já, þetta er alveg hárrétt, Colomba; en eitt veitst
þú ekki: að sem hjarðmaður hefði jeg getað gengið
að eiga þig, en sem prófessor ekki«.
Hún bliknaði, er hann sagði þetta, og var í þann
veginn að svara honum skætingi; en svo varð hún
sárhrygg, því að hún fann, að Antonío 'hafði á réttu
að standa, og svaraði einungis: »Eg veit það«.
»Veitstu það? Hvernig veitst þú það?«
»Ég er ómentuð stúlka«.
»Nú þú vissir það«, endurtók hann og varð
hvumsa við. »En hvers vegna elskar þú mig þá?«
»Hver segir, að ég elski yður?«
» E*ú!«
»Ég! Hvernig þá, ef ég mælti spyrja?«
»Nú eins og vant er að segja það, með augunum
og með hinu og þessu smá-látæði. Hvernig getur þú
hugsað þér annað en að maður, sem veit alt, livað
borið hefir við frá upphafi veraldar og fram á þenna
dag, viti ekki, ef stúlku lítst vel á hann?«
Þessi röksemdafærsla kom Colombu alveg úl úr
jafnvæginu og hún þagnaði. —
Svona töluðust þau við einu sinni, er þau voru á
leið til seljanna. Það var í September, og það var
naumast liðinn mánuður síðan þau kyntust. Það var