Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 22
r
116 Grazia Deledda: [ IÐUNN
Hvað skyldi ég geta gert þér lil miska? Taktu nú
eftir: þegar tunglið kemur upp, kem ég upp að Tanea-
garðinum. Komdu líka!«
wÞá held ég, að þér verðið að bíða lengi«, sagði
hún og brosli háðslega.
Þau voru því sem næst orðin bálreið hvort við
annað, er þau skildu. Samt sem áður var Antonío
kominn að Tanca-garðinum um það bil að lunglið
kom upp og var því nær sannfærður um, að Co-
lomba myndi koma.
Nóttin var heið og hljóð; tunglið leið hægL og
hægt upp á silfurskygðan himininn. Það var eins og
einhver töfrablær hvíldi yfir hömrunum, yfir kjarr-
skóginum og bláfjöllunum úti við sjóndeildarhring-
inn. Hjeraðið var lijúpað draumljúfum friði og í
þessari ómuna kyrð fanst Anlonío eins og hann yrði
helmingi meira einmana en áður.
Og þó er þetta alt svo fagurt, hreint og mikilfeng-
legt, hugsaði hann með sér. Sérhver lislamaður myndi
telja sig liamingjusaman í þessari stórfenglegu nált-
úru og jafnvel hjartað grær af sárum þeim, sem
mennirnir hafa veitt því. En það er eins og lijarta-
sár mín ætli ekki að gróa . . . Enda þótt ég þráði
einveruna og friðinn til sveita, þá er eins og ég sár-
kenni til í einverunni. Alt virðist mér dautt í kring-
um mig . . . En — kemur ekki Colomba þarna?
Einhver kemur þarna npp sliginn . . . Jú, það er
hún, það er hún!
Hann fyltist nú ákafri gleði; hann langaði mest til
þess að hlaupa á móti lienni, en óttaðist að styggja
hana með því og beið hennar nú með óþreyju.
Hún kemur! mælti hann við sjálfan sig. Hér á
hún að sitja við hliðina á mér og svo mösum við.
Hún segir margt svo fallega, hún er fögur og henni
þykir vænl um mig. Hérna á hún nú að sitja við
hliðina á mér!