Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 34
128
Ingibjörg H. Bjarnason: Rœða.
[IÐUNN
hægð og stillingu — í þeirri von, að hún megi ein-
hvernlíma að gagni verða.
Og loks cr eitt, sem ég að síðuslu vildi biðja yðúr
að minnast, og það er samheldnin.
í hinu fagra aldamótakvæði H. Hafsleins eru þess-
ar ijóðlínur:
Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið,
boðorðið, hvar sem pér í fylking standið,
hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,
það er: að elska og byggja og treysta á landið.
Og nú er þér gangið inn í stríðið, þá gætið tveggja
dygða. Dygðir þær nefnast á voru máli: drengskapur
og hollusta.
Um Bergþóru er það sagt í Njálu, að hún hali
verið drengur góður.
Reynum jafnan að haga oss svo, hver gagnvart
annari og gagnvart samherjum vorum karlmönnun-
um, að þelta megi segja um oss. En þegnskapinn og
hollustuna eigum vér að sýna í því, að vér berjumst
jafnan fyrir góðu málefni, því sem geti orðið öldum
og óbornum til láns og blessunar.
Og nú vil ég að síðustu biðja allar þær konur,
sem liér eru saman komnar, að árna íslandi láns og
blessunar; biðja yður að hrópa með mér ferfalt húrra:
Fósturjörðin lifi!
[A eftir var sungið »Eldgamla Isafold«, og var þá fyrri
hluta hátiðarinnar lokið].