Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 37
IÐUNN]
Landsspítali.
131
er það líka altítl, að bráðan ber að brýna þörf á
skjótri læknisaðgerð í sjúkrahúsi.
En hvaða þörf er þá á Landsspítala, einum almenn-
um spítala hér í Reykjavík fyrir alt landið ?
t’eirri spurningu er lljótsvarað.
Margir sjúkdómar eru svo erfiðir aðgerðar, að ekki
verður við þá átt í litlum sjúkrahúsum, þar sem einn
læknir verður alt að vinna og á ekki völ á mörgum
þeim tækjum, sem til eru í hverju slóru sjúkrahúsi.
Og mjög margir af þeim sjúklingum eru ferðafærir
eða flutningsfærir — hingað til Revkjavíkur.
í sveitum verður hver læknir að fást við alls konar
sjúkdóma. í stórum bæjum skifta læknar verkum
með sér, einn fæst við þetta, annar við hitt — og
það verður hverjum að list, sem hann leikur.
Þá er enn eitt: Þar sem læknisfræði er kend, þarf
að sjálfsögðu að vera til stórt og vandað sjúkrahús,
sem taki við sjúklingum úr öllum áttum, til þess að
lseknisefni eigi kost á að sjá sem ílesta sjúldinga og
kynnast alls konar sjúkdómum, líka þeim sem fá-
gætir eru.
Hér stöndum við ÖU í óbætlri sök.
Við höl'um læknaskóla, en engan landsspitala.
I öllum umræðum um þetta mál verður jafnan að
hafa það liugfast, að stærð sjúkrahúsa ber að miða
við fólksfjölda.
Uni héraðsspítala er það að segja, að þá er vel,
ef til eru 3 sjúkrarúm á liverja þúsund ibúa í sveit-
um, en 6 á 1000 í kaupstöðum. Ef 2000 íbúar eru í
einu sveilahéraði, þá þarf það sjúkraskýli yfir 6
sjúklinga. í kaupstað með 12000 íbúa þarf sjúkra-
hús fyiir 70—80 sjúklinga handa bænum.
En hversu stór þarf Landsspílalinn að vera?
Þegar það mál var rætt siðast á Alþingi, var lalað
nm Landsspítala fyrir 24 sjúklinga.
Það er nú mikils til of litið.
9*