Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 38
132
G. Björnson: Landsspítali.
LIÐUNN
Landsspítalinn þyrfti, að mínu áliti, að rúma 80—
100 sjúklinga og öll héruð landsins þá að eiga jafnt
tilkall til hans, eftir fólksfjölda.
þá myndi Landakotsspítalinn bæta úr sérþörfum
Reykjavíkurbæjar, meðan bærinn kemur sér ekki
upp sjúkrahúsi.
Næst verður talað um kostnaðinn. [Frh.]
Heimsmyndin nýja.
Eftir
Ágúst H. Bjarnason.
(Framliald).
b) Geislandi efni og upplausn þeirra.
Með athugunum Lockeyer’s, er lýst var hér að
framan (I, a, bls. 47 o. s.), hafa nú verið leidd rök
að því, að frumefnin gerðu jrmist að myndast á kóln-
andi sólum, eða leysast upp á hitnandi sólum. En
ekki þykir þó fullsannað með þessu, að frumefnin
geti leyst upp. Til þess að ganga úr skugga um það,
þurfti að gera tilraunir hér á jörðu, er sýndu þelta
og sönnuðu. Og ekki leið á löngu áður en þetta varð.
Tilraunum þessum, svo og aðdraganda þeirra, skal
nú lýst nokkru nánara.
Árið 1879 gaf efnafræðingur einn enskur, Sir Wil-
liam Crookes út bók, er hann nefndi Radiant Matter
(geislandi efni). Hélt liann þar þeirri skoðun fram,
að efnið gæti ekki einasta komið fyrir í föslu, fljót-
andi og loflkendu ástandi, eins og vér nú þekkjum