Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 39
IÐUNNl
Heimsmyndin nýja.
133
það, heldur og í enn upprunalegra áslandi, sem geisl-
andi efni. Þá séu frumefnin ekki einasta leyst upp í
frumagnir sínar, heldur leysist þær aftur upp í smærri
eindir, er haíi þann eiginleika að geta lýst. Þetta geisl-
andi ástand efnisins er hið fyrsta og frumlegasta á-
stand þess og myndar það einskonar for-efni (prot-
hylej, er fer á undan einstökum efnum og virðist
vera undirstaða þeirra. — Þessa tilgátu sína bygði
Crookes á tilraunum, er hann hafði gert með því að
leiða rafmagnsstrauma gegnum því nær lofttæmd gler-
hylki. Þá er rafmagnsstraumurinn kemur inn í hylki
þessi, verður hann lýsandi og líkist norðljósabliki.
Framleiðir hann tvær tegundir geisla, hina svonefndu
kanalgeisla, er koma frá aðhverfa (posilivaj skaul-
inu, og kathodugeisla, er koma frá fráhverfa
(negativa) skautinu á rafmagnsleiðslunni. Mátti sjá, að
eitthvert ákaflega fíngert efni var í geislum þessum,
því að þótt það virtist enga þyngd hafa, þá mátti þó
beygja geislana með segul og breyta stefnu þeirra, en
það sýndi, að eitthvað, sem líktist efni, myndi í þeim
vera. Lengra komst Crookes ekki.
Þetta varð þó til þess, að menn tóku að rannsaka
geisla þessa, og þá einkum kathodugeislana, nánara.
En það varð aftur til þess, að þýzkur maður, Rönt-
gen að nafni, fann geisla þá (1895), sem við hann
eru kendir og ýmist nefndir Röntgens-geislar eða
X-geislar, sökum þess, að menn skildu ekki í fyrstu,
af hverju þeir stöfuðu. Það kom sem sé í ljós, að
þegar kathodugeislarnir lentu á einhverju föstu efni
eins og t. d. platínu-þynnu inni 1 Crookes-liylkjun-
um, þá framleiddu þeir nýja tegund geisla, er gátu
farið gegn um föst efni og meira að segja haft áhrif
á ljósmyndaplötur að baki efnum þessum. Eins og
kunnugt er, gaf þetta tilefni lil þess, að farið var að
Ijósmynda hluti, sem ekki varð komist að með öðru
xnoti, eins og t. d. beinagrindina í líkömum manna