Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 41
IÐUNN1
Heimsmyndin nýja.
135
(f. 1857), síðar gift efnafræðingnum franska Curie
og kunnust undir því nafni, sem einkum skaraði
fram úr við rannsóknirnar á þessum geislandi efn-
um. Hún hafði t. d. orðið fyrst manna (1898) til
þess að sýna fram á, að thorium var geislandi efni.
Og hún fann brátt ný frumefni í þessari jarðbiks-
blöndu, sem enginn hafði áður þekt. Hún fann t. d.
■eitt frumefni, er líktist wismuth, en var þó alveg
nýtt, og nefndi hún það eftir föðurlandi sínu polon-
ium. Og svo fann hún að lokum 1 úrgangi, sem
ullir voru gengnir frá, svo að segja á haugnum, þetta
undraefni, sem virðist eiga það eftir að gerbreyta
allri heimsskoðun vorri og meðal annars að skýra
fyrir oss uppruna frumefnanna. Efni þetta skýrði
hún radium (a: geislaefnið), sökum þess, hversu
geislamagn þess var mikið, samanborið við hin efnin.
Og þetta efni átti nú líka eftir, eins og þegar er drep-
ið á, að sýna oss fram á sambandið milli geisla
þeirra sem þegar voru fundnir.
Radíið er ákaflega sjaldgæft og þar af leiðandi
dýrt frumefni. Það er silfurlitt, þegar það er hreint,
og hefir eindaþungann 226,4. Einna merkilegast er það
fyrir það, að það sendir frá sér þrjár tegundir geisla.
Hafa þeir hlotið heiti eftir 3 fyrstu stöíunum í gríska
stafrófmu og nefnast alfa
(a), beta (/t), gamma (y)-
geislar. Athugum nú geisla
þessa og afstöðu þeirra
nokkru nánara.
Hugsum oss ofurlítinn blý-
fót, bolla í lionum miðjum
og í honum ögn af radíi.
Radíið fer von bráðar að
lýsa og sendir frá sér þess-
ar þrjár tegundir geisla, sem
neíndar voru; auk þess ein-
Radiums-bolli.