Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 43
IÐUNN ]
Heimsmyndin nýja.
137
tegundir fara með sama hraða, báðar myndast fyrir
afturkast frá öðrum geislum (betageislum og kathódu-
geislum) og báðar smjúga þær föst efni jafn-léttilega.
l3etta gefur oss réttinn til þess að álykta, að X-geisl-
arnir séu ekki annað en gamma-geislar.
Þá eru beta-geislarnir. Þá geisla beygir segull-
inn, eins og sjá má af myndinni, töluvert, enda hafa
nú í geislum þessum fundist agnarsmáar eindir, sem
eru alt að 2000 sinnum léttari en efniseind léltasta
frumefnisins, sem áður þektist, vatnsefnisins, og eitl-
bvað 100,000 sinnum minni að ummáli. Hugsi mað-
ur sér beta-eindir innan í slíkri vatnsefniseind, mundu
þær, ef maður sæi hvortveggju, líta út eins og tlug-
ur í stórri kirkju. Beta-eindirnar eru nú jafnan
hlaðnar rafmagni, er þær streyma út frá radíinu, og
því hafa þær lika verið nefndar rafmagns-eindir
lelektron). Eindir þessar eru hlaðnar fráhverfu raf-
magni eins og efniseindirnar í kathódu-geislununu
Þær smjúga föst efni álíka mikið, aluminiumsþynnur,
sem eru alt að 5 millimetrar á þykt, og eindirnar í
heta- og kathódu-geislunum kváðu vera nákvæmlega
jafn-þungar. Það verður því að álykta, að þessar
tvær tegundir geisla, beta- og kathódu-geislar séu
það sama, og að hér séu fundnar þær smæstu eindir,
sem enn hefir verið unt að mæla og vega.
En hvað er nú um alfa-geislana? Segullinn
beygir þá litið, enda eru efniseindir þær sem í þeim
hafa fundist tiltölulega stórar og þungar, eilthvað
tjórum sinnum þyngri en valnsefnis-eindin. Þegar
eindir þessar koma þjótandi úr radiinu, eru þær
hlaðnar aðhverfu (positivu) rafinagni og hafa því
verið nefndar »positivar rafmagnseindir«. En svo
hom það i ijós við rannsóknir tveggja frægra enskra
einafræðinga, þeirra Rutherford’s og Soddy’s
(1003), að ef þessar alfa-eindir væru einangraðar og
suftar rafmagns-hleðslu sinni, voru þelta ekki annað