Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 44
138
Ágúst H. Bjarnason:
1ÍÐUNN
en frumeindir úr öðru frumefni, sem áður var þekt,
liinu svonefnda helium. Þetta var nú mjög merki-
legt, því að það sýndi, að eitt frumefni (helium)
kom úr öðru (radium), á meðan frumefni þella er
að leysast upp. Þetta virtist bera vott um, að hin
þyngri frumefni hlæðust svo að segja upp úr þeim
léttari. En ítarlegar og nákvæmar rannsóknir urðu
nú að fara fram til þess að það gæti álitist sannað,
að eitt frumefni yrði þannig til úr öðrum léttari
fruinefnum. En geymum oss nú tilgátu þessa augna-
blik til þess að ljúka við alfa-geislana. Peir geta svo
sem ekkert smogið, eins og vænta má um geisla úr
svo stórum frumeindum, smjúga þetta O.os mm. alú-
miniums-þynnu. Og geislar þessir eru í raun réttri
ekki annað en liinir svonefndu kanal-geislar, geislar
þeir sem streymdu út frá aðhverfa (positva) raf-
magnsskautinu í Crookes-hylkjum.
Hvað er nú það sem á sér stað, þegar þessi þyngstu
frumefni, sem vér nú höfum kynst, úran, thorium
og radium taka að stafa frá sér geislum sínum? IJau,
eða réttara sagt nokkrar af frumeindum þeirra, eru
þá að leysast upp, sundrast í önnur léttari fruinefni
(alfa-geislar); en um leið stafa þau frá sér aragrúa
af rafmagnseindum (í beta-geislum) og ef til vill ör-
eindum (í gamina-geislunum), er enga þj’ngd hafa.
Þá er allar þessar eindir hafa yfirgefið hið geislandi
efni, er orðið til úr því annað léttara frumefni. Þetla er
beinlínis hægt að sanna með tölum. Uranið er þjmgsta
frumefnið, sem til er; það er 238,s að eindaþyngd.
Hugsum oss nú að ein frumeind þess leysist upp.
Hún geislar frá sér, eins og fundist liefir við rann-
sóknirnar, 3 helíumseinduin (í alfa-geislum), en hver
helíumseind er 4 að þyngd; 3X4 = 12 og dragi
menn 12 frá 238,5, verða eftir 226,5. En nú streymir
auk þessa fjöldi rafmagnseinda út úr úran-eindinni
(í beta-geislunum); rafmagnseindir þessar hafa svo