Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 46
140 Á H. B.: Heimsmyndin nýja. [iðunn
ráð til þess að opna þær. — En lítum nú á niður-
stöðuna.
Niðurstaðan við rannsóknir hinna geislandi efna er nú
fyrst og fremst sú, að frumefnin, sem fyrir skemstu
voru talin eilíf og óumbreytanleg, getur leyst upp, þau
geta sundrast. f*au verða þá að öðrum, einu eða
fleirum, léttari frumefnum, sem þau að líkindum eru
orðin til úr, en sindra jafnframt frá sér feikna orku
í líki ljóss, hita og rafmagns. Er svo að sjá sem
hver ein einasta efniseind feli í sér einhvern ákveð-
inn hluta alheimsorkunnar, er leysist úr læðingi
jafnskjótt og frumeindin tekur að leysast upp. En
þetta sýnir, að efnið er ekki dautt og hlutlaust (pas-
sivtj eins og áður hefir verið haldið fram, heldur að
það sé þrungið afli og orku. Loks sýnir upplausn
þessara geislandi efna, að efniseindirnar svo nefndu
eru ekki neinar verulegar eindir, heldur eindakerfi,
samsett úr efniseindum annara léttari frumefna, svo
og rafmagnseindum og jafnvel öreindum. Hugsa menn
sér hverja efniseind eins og ofurlítið sólkerfi út af fyrir
sig, þar sem t. d. helíumseindirnar mynda sólirnar,
en rafmagnseindirnar reikistjörnurnar umhverfis sól-
irnar. Sannast þar enn, að náttúran er jafnan söm
við sig, þar sem sömu lögmálin virðast ríkja í því
smæsta sem því stærsta, í efniseindinni jal'nt og al-
heimskerfinu. En tilgáta er þetta enn sem komið er.
En liorfum nú lengra fram, sjáum, hversu frum-
efnin verða að samsettum efnum og samsellu efnin
loks að lifandi líkömum. [Frh.]