Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 48
112
Ferdinand Wrangel:
1IÐUNN
Þeim næsta sundurleitu skoðunum, er nú ríkja
meðal ófriðarþjóðanna, má kynnast af hinum svo
nefndu »bláu bókum« og annarsvegar litum bókum/
er stjórnir ríkjanna hafa gefið út, svo og af dag-
blöðunum, þótt frásögn þeirra sé nú oft og einatt
skæld og limlest af ritskoðurum þeim, sem eru til
þess settir, hver í sinu landinu, að vaka yfir liinum
pólitísku skoðunum samlanda sinna.
Þessa 11 mánuði, sem stríðið heíir nú staðið, hafa
hvorki stjórnir ófriðarrikjanna né dagblöð þeirra
skift um skoðun. Líkt og í Ágústmán. í fyrra, trúa
þær því í Júlímán. í ár, að þær berjist hver um sig
fyrir góðu málefni, að þær hafi verið neyddar til
þess að grípa til vopna, enda þótt þær hafi unnað
friðnum öllu fremur, — aftur á móti sé málstaður
andstæðinganna óverjandi.
Það er hvorki af hræsni né heimsku að ófriðar-
þjóðirnar lialda þessu fram, heldur er þetta hjartans
sannfæring þeirra. Hver stjórn gelur sagt með full-
um sanni, að hana haíi óað við ófriðnum, en skyld-
an hafi boðið henni að vera við öllu búin. Og þar
eð nú stjórnirnar gátu ekki steml stigu fyrir því, að
styrjöldin brylist út, þá trúa þær nú hver i sínu
lagi, að hún sé andstæðingunum að kenna.
Þótt nú ófriðarþjóðirnar og stjórnir þeirra hafi ekki
skift um skoðun síðan í fyrra, þá er öðru máli að
gegna um einstaka menn, sem eru óháðir í skoðun-
um sinum. Þeir eru farnir að sjá, að eitthvað hafi
verið bogið, ekki við stjórnirnar i einstökmn ríkjum,
heldur við sjálft mílliríkja-fyrirkomulagið. Þeim
getur ekki dulist, að sérhver heilbrigður maður hefði
átt að geta séð það fyrir, að í slíkri styrjöld sem
þessari mvndu allir málsaðiljar lapa; þess vegna
voru það engin stjórnarhyggindi, heldur stjórnar-
farsleg skainmsýni, sem olli stríði þessu; það var
ekki mannvonzka einstakra þjóðhöfðingja eða