Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Qupperneq 51
IÐUNN]
Friðarhugleiðingar.
145
henni hefir nú missýnst um þetta eða ekki, verða
sagnfræðingar komandi tíma að skera úr eftir skil-
ríkjum, sem e'nn eru óbirt. En þetta hefir sennilega
vegið mjög á metaskálum þýzku herstjórnarinnar og
því er enn trúað staðfastlega fram á þessa stund af
meginþorra liinnar þýzku þjóðar, að innrásin í Belgíu
hafi verið nauðsynleg. Og það sem sagt hefir verið
frá hér að ofan um liug Belga til Þjóðverja hefir gert
það að verkum, að þeir telja ekki hlutskifti Belgíu
óverðskuldað.
Það sé nú fjarri mér að lialda því fram, að Þjóð-
verjar hafi á réttu að standa í þessu atriði; — ég
er að eins að reyna að skýra óhlutdrægt frá málslað
þeirra. Það er hvort sem er ekki til neins að fara að
tala um frið á milli þjóðanna fyr en menn viður-
kenna, að jafnvel skoðun mótstöðumannsins hafi við
einhver rök að styðjast.
Loks halda þjóðverjar þvi fram, að Bretar hafi
brolið alþjóða-lög í mörgu falli, sem þó liafi ekki
verið jafn-áríðandi fyrir tilveru þeirra sem þjóðar eins
og það sem hér var í húfi fyrir Þjóðverja. Til þess
að fara ekki of langt aftur í tímann, minna þeir að
eins sem nýleg dæmi á meðferð Breta á Egyptalandi
og á Búarikjunum í Suður-Afríku.
Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að brotið á
hlutleysi Belgíu hafi verið yfirsjón. Og ég er í mjög
miklum vafa um, að hin hernaðarlega þýðing geti
vegið upp á móti því siðferðislega tjóni, er Þýzkaland
hefir beðið með þessu tiltæki. Vel má vera, að menn
brosi að slíkri hugsun á Þýzkalandi, en ég hygg, að
menn ættu ekki að meta hina siðferðislegu þýðingu
°t lítils. »Lusilaniu«-aðfarirnar virðast mér vera sams
konar yfirsjón, enda þótt þær af hálfu Þjóðverja séu
réltlættar með þvf, að skipið hafi flutt skotfæra-
hirgðir. Þótt þetta sannist nú, virðist mér llotamála-
stjórnin þýzka samt sem áður hafa gert sig seka i
Iðunn I. in