Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 53
IÐUNN]
Friðarhugleiðingar.
147
hefir lagareglan smámsaman sigrast á hnefaréttin-
um í öllum löndum og á öllum tímum; og þetta er
eini vegurinn til þess að ná sama takmarki í sam-
bandinu og viðskiftunum milli ríkjanna.
Það verður að stofna eitthvert alþjóða-vald, sem
er nógu öílugl til þess að bægja hverri einstakri þjóð
frá því að brjóta bein alþjóða-lög, þau lög, sem þetta
vald hefir setl þjóðunum.
Allar aðrar ráðstafanir, er friðarvinir hafa slungið
upp á, svo sem þær að leggja niður vopn eða leggja
deilumál sín í gerðardóma, koma aidrei að fullu
haldi, ef á reynir.
Það er ómögulegt í fám orðum að lýsa því, hvern-
ig slíku alþjóða-valdi ætti að vera fyrir komið, né
heldur hvernig eigi að fara að því að fá ófriðarþjóð-
irnar til þess að lúta því, meðan á þessu stríði stend-
ur. En eina lausnin, sem virðist vera bjfgð á traust-
um vísindalegum grundvelli, er sú sem lesa má um
i riti ítalsks fræðimanns, að nafni Umano. Pichot,
sem er forseti Allsherjar-friðarsambandsins, hefir snú-
ið bók þessari á frönsku og rilað formála fyrir henni,
þar sem hann aðhyllist algerlega skoðanir Umano’s.
Pókin nefnist: »Drög til alþjóðastjórnskipunar«
(Kssai de Conslilnlion inlernationale).
I bæklingi einum (gefnum út af Orell Fússli í
■^urich), sem ég hefi ritað og nefni: Alþjóða-
sijórnleysi eða alþjóða-stjórnskipun, hefi ég
reynl að draga saman skoðanir Umano’s.
Hér skal ég að eins drepa á helztu atriðin, er
virðast vera frumskilyrði fyrir því, að óháð ríki geli
Slg undir slíka allsherjar-stjórnskipun :
Ui að þetta alþjóða-vald megi ekki skifta sér af
hinanlandsmálum hvers einstaks ríkis, og
2-, að það tryggi hverju ríki áhrif, er samsvari
nokkurn veginn hermagni þess.
Hf einhvern tíma kæmist á slílc alþjóða-stjórnskip-