Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 62
156
Jón Ólafsson:
| IÐUNN
gauli; vildi hann aldrei láta kveða rímur. En því
vænna þótti honum um sögulestur og lét hann jafn-
an lesa sögur flest öll kveld á vetrinn. Sjálfur hlust-
aði hann þó sjaldan á þann lestur, en læsli að sér
herbergi sínu og sat þar sjálfur við bóklestur, enda
sat hann meslöllum dögum við bóklestur eða skriftir
frá morgni til kvelds allan árshringinn. Ekki lásu
farandlesarar hjá okkur, utan einn, sem ætið kom
og var eina viku eða hálfan mánuð á hverjum vetri.
Annars var það venjulega ráðsmaðurinn, sem las,
lengst um Björn Björnsson, prýðisgreindur maður.
Síðustu tvo veturna, áður en faðir minn dó, var farið
að nota mig til að lesa sögur.
Áður en kveikt var og vakan byrjaði, var venju-
lega setið nokkuð í rökkrinu. Sumir sváfu þá rökk-
urdúr, sumir láðu eða kembdu eða lyppuðu eða dund-
uðu eitthvað annað, eftir því sem hver vildi. Rökk-
ursetan var uppáhaldstími okkar barnanna. Fj'rst
var hjá föður mínum ráðsmaður, sem Eyjólfur liét;
kona hans Margrét var eldabuska og malselja. Hún
kunni fádæmin öll af þjóðsögum; sal hún á rúmi
sínu í rökkrinu og sagði sögur og flyktumst við krakk-
arnir þá í kring um hana og settumst á sinn stólinn
hvert fyrir framan hana. Síðar varð Björn Björnsson
ráðsmaður hjá okkur. Hann var formaður á sjó, þeg-
ar sjór var sóttur; hann var fjármaður góður. Hann
var og vel'ari og hann prjónaði svo fljótt og vel, að
enginn kvenmaður á heimilinu komst til jafns við
hann. Og hann var sá mest ótæmandi þjóðsagna-
brunnur, sem ég hefi þekt. Eftir ao Margrét fór frá
okkur, tók hann við að segja okkur sögur í rökkr-
unum.
Ákaflega vorum við krakkarnir oft myrkfælin, og
stafaði það sjálfsagt nokkuð af öllum þeim drauga-
sögum, sem við heyrðum. Þó var heldur lialdið í
þær við okkur og jafnan var okkur sagt, að við