Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 64
158
Jón Olafsson:
[IÐUNN
fara nú aleinn úl í kirkju. Ég kélt það. Pillurinn,
sem hafði spurt inig að þessu, hafði nýlega keypt
sér dálítinn bát svo sem IV2 al. langan og súðbyrðt-
an. Þelta var vitanlega barnaleikfang og ’haí'ði ég oft
rent hýru auga til bátsins. I3ví að það var ein af
aðalskemtununum okkar krakkanna að slíila bæj-
arlækinn með svo öilugum stíflugarði sem okkur var
framast unt, og mynda með því stóra tjörn, sem við
fleyttum á smábátum okkar, sem allir voru miklu
minni en þetta. Pillurinn segir nú við mig, að ef ég
vilji taka kirkju-lykilinn og t'ara einn út í kirkju og
inn að altari, þá skuli bann gefa mér bátinn. Éað
hoppaði nú heldur í mér hjartað við þetta fyrirheiti,
en hins vegar átti ég örðugt með myrkfælnina; ég
herti samt upp liugann og sagðist þá skyldu reyna;
fór svo inn í hús til pabba míns og gat náð þar
kirkju-lyklinurn, svo hann varð ekki var við; kom
svo frain aftur og sagðist nú vera tilbúinn. Pilturinn
sagði mér, að til sannindamerkis um, að ég hefði
komist inn að altarinu, yrði ég að taka sálmabók
föður míns, en hún lá jafnan á altarinu, og koma
með hana með mér aftur. I3á sagði einhver að ég
væri nú öruggur iun aftur, þegar ég væri búinn að
ná í sálmabókina, en spurði jafnframt, hvort ég vildi
ekki hafa einhvern verndargrip með mér út í kirkj-
una, og stakk upp á að ég hefði með mér kverið
mitt i barminum. »Eða kannske þú vildir heldur að
ég lánaði þér rakstrarhnífinn minn«, sagði annar
maðurinn, sem var að raka. Eg hugsaði mig dálítið
um og sagði svo, að ég vildi heldur rakstrarhnifinn.
Ég hefi líklega haft eitthvert hugboð um það, að tii-
lagan um að liafa með mér kverið liefði komið fram
til að gera háð að mér. Ég fékk svo léðan hnifinn
og lagði af stað með liann í annari liendinni, en
kirkju-lykilinn í hinni; liélt svo fram göngin og út
á hlað og inn í kirkjugarðinn að kirkjudyrunum.