Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Qupperneq 65
IÐUNN|
Endurminningar.
159
Tunglsljós var úti, en lokaðir hlerar fyrir öllum
kirkjugluggunum svo að þar var niðdimt inni. —
Þó að kalt væri úti, þá sló þó út um mig svita þeg-
ai' ég opnaði kirkjuna og hélt inn í myrkrið. Ég
gekk ofurhægt inn gólíið og studdi mig við sætaend-
ana sunnanmegin við ganginn. í liuga mínum vökn-
nðu nú allar kynjasögur, sem ég hafði heyrt um
draugagang í kirkjum, t. d. um prest fyrir allari,
sem djöflar sótlu að, og mér kom það í hug, að e/
nokkuð óhreint væri til, ])á væri ekkert undarlegt
þó að ég yrði nú var við það, því að þessi ferð mín
' kirkjuna væri þó eiginlega að freista guðs. Undir
öllum þessum hugleiðingum komst ég nú samt inn
að altarinu og þreifaði fyrir inér með hendinni og
fann sálmabókina og slakk henni í barm mér. í
hægri liendinni liafði ég sveðjuna og snéri nú örugg-
ur út á leið aftur. En þegar ég snéri mér við og
gekk út frá altarinu, leit ég eðlilega fram ganginn
°g út í kirkjudyrnar, þar sem tunglskinið var bjart
lyi'ir utan. En þá fékk ég nú heldur en ekki fyrir
iijartað, þvi að þegar ég horfði fram í dyrnar, sá ég
hvíla vofu við endann á miðri sætaröðinni norðan
'negin. Voían rétti út hendina og lafði hvítur erm-
arsloppur niður af handleggnum. l3að var rétt eins
ug hún héldi hendinni á lofti til að grípa mig, þegar
cg læri út. Hjartað barðist í brjóstinu á mér og ég
hélt að ég ætlaði að ganga af vilinu af hræðslu, en
e^ki leið ])ó yfir mig. Ég stóð grafkyrr um stund,
en vofan hreyfði sig ekki; hún ætlaði auðsjáanlega
elil<i að hafa fyrir að sækja mig, heldur bara bíða
°g hremma mig, þegar ég færi út. Ég veit ekki hvað
lengi ég hefi staðið þarna, en mér sortnaði fyrir aug-
Utn. Loksins raknaði ég við mér og hugsaði, að hér
^æri einskis betra aö bíða, herti upp hugann, tók
Undir niig stökk og hljóp út og hélt sveðjunni i hend-
lnm fram undan inér til að keyra í drauginn. Um