Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 67
iðunn’1 Endurininningar. 1G1
Draugurinn var hrífuskaft bundið þvers um á eina
sætisstoðina og sveipað tveimur línlökum. Það var
skaftendinn með á bundnu línlaki, sem mér hafði
sýnst böndin á draugnum. Þess þarf ekki að geta,
að linlakið var sundurrist eftir linífinn, en á gólfinu
iá búfan mín, sem hafði strokist af kollinum á mér
af línlakinu.
I3egar við komum inn aftur, var ráðsmaðurinn
miög vondur við piltinn, og sagði honum vænst, að
biðja nú alt fólkið að þegja yfir þessu, því að það
mundi hollast að faðir minn fengi enga vitneskju um
það. Því lofuðu allir og enlu það. En bátinn fékk
ég og sagði föður mínum daginn eftir, að pilturinn
hefði geiið mér hann, en um hitt þagði ég, hvað ég
hafði til unnið.
Seinna um daginn kom pilturinn til mín úti og
bað mig grátandi fyrirgefningar. Eg sagði það væri
ekkert að fyrirgefa, því að ég hefði fengið bátinn.
En hann sagði mér, að ráðsmaðurinn hefði sagt sér,
að ég hefði vel getað dáið af hræðslu. En hann
sagðist ekki hafa hugsað út í, að mér gæti orðið
nokkuð meint við þetta. Hann liefði bara ætlað að
revna, livað liugaður ég væri, en bátinn sagðist liann
hvort sem var liafa fengið í þeim tilgangi að gefa
roér hann. Og nú sagðist hann skammast sin mest
fyrir það, að pabbi hefði þakkað sér svo innilega
fyrir bátinn og gefið sér spesíu.
Við vorum sjaldan færri en 4 börn á heimilinu á
uppvaxtarárum mínum, ég og systir mín og tvær
stúlkur aðrar, og var ég þeirra elztur; um tíma vor-
um við tveir drengir, þá 5 alls; drengurinn var lítið
e>tt eldri en ég. Við alla leika var ég eins og að
sjálfsögðu forsprakkinn, og var það eins og þegjandi
saiukomulag að svo væri.
Á veturna höfðum við ýmislegt til Ieika. Við fór-
)Um á leggjum á svellunum, og síðar á skautum. Við
löunn 1. u