Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Qupperneq 78
172
Jón Ólafsson:
IIÐUNH
grísinn og flýði hann fljótt, en ég náði bókinni. Hún
var þó ekld óskemd, því að grísinn hafði flett upp í
undantekningunuin við 3. sagnbeyginguna, en þar
hafði verið brotið blað í bókinni, því að þeirri lexíu
liafði ég átt að skila um morguninn, en ekki kunn-
að neitt og mér verið sagt að læra betur. í því ég
náði bókinni af grísnum og fór að reyna að þurka
blaðsíðuna, sem bæði hafði rifnað og skitnað, varð
mér litið upp og sá ég þá prófast standa við bæjar-
hornið, sem ég hafði áður snúið bakinu að. Hann
hafði þá séð alla viðureignina; gékk hann til og leit
á bókina og sagði svo: »Það væri annars gaman að
vita, hvor ykkar yrði Hjótari með lexíuna þá arna,.
þú eða grisinn«. — Ekki talaði hann meira eða á-
vítaði mig neitt: en mér þótti þetta, sem hann sagði,.
verra heldur en þó hann hefði gefið mér utan undir,
— Séra Hallgrímur gat slundum verið stuttur í spuna,.
en meinlegur i orði, og einatt fyndinn.
Af lærdómnum þennan vetur er það styzt að segja,
að ég hjakkaði einhverneginn út sagnirnar í »litla
Madvig«, en annað var mér ekki sett fyrir að læra,
enda lærði ég ekki annað að marki. I3ó má geta
þess, að ég náði um veturinn í reikningsbók í bóka-
skáp prófasts, og las ég talsverl mikið í reikningi án
tilsagnar. Prófastur varð þess var, að ég var oft að'
reikna á sunnudögum og sagði eitthvað á þá leið
við mig, að þetta væri gotl fyrir mig og fann ég að.
honum líkaði það vel. Hjorl’s Borneven las ég allara
þann vetur, á sunnudögum helzt. »Fjölni« las ég mi
og allan upp þennan vetur.
Prófastsfrúin lá alt af rúmföst, og hafði legið um
nokkuð mörg ár. Prófastur var fámáll við alla og
lítt mannblendinn. Þeir synir prófasts, Tómas og
Jónas, voru þá báðir í skóla. Þorgerður dóttir hans
(síðar frú Olivarius) minnir mig að væri þann vetur
i Kaupmannahöfn, en Þuríður dóttir hans var heima