Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 81
IÐUNN)
Endurminningar.
175.
Melsteð. Hún var þá sjúk og hafði legið rúinföst um
mörg ár. Við vorum nótt í Felli, en tímanlega morg-
uninn eftir kom séra Gísli til niin og bað mig að
koma með sér inn í baðstofu til konu sinnar, því að
hana langaði svo til að sjá son séra Ólafs. Þar sat
ég við rúmstokkinn hjá henni góða klukkustund;
spurði hún mig margs um föður minn og sagði inér
frá honutn í æsku, er liann dvaldist hjá föður henn-
ar á Ketilsstöðum. Sagði hún mér svo, að eins vel
hefði sér verið lil föður míns eins og til bræðra
sinna. Get ég þessa hér af því, að ég átti hvervetna
sama að mæta, hvar sem ég liitti eitthvert af börn-
um Melsteðs amtmanns.
Næstu nótt áður en við komum til Reykjavikur,
voruin við á Reykjum í Ölvesi. Þangað komu sam-
tímis okkur um kveldið 2 þinginenn, er urðu okkur
þar samnátta og daginn eftir samferða suður. Það
voru þeir Magnús heitinn Andrésson frá LanghoUi
og Páll gamli í Árlcvörn. Magnús var þá hniginn að
aldri, á 3. ári um sjötugt. Hann var maður stórskor-
inn og ekki fríður sýnum, en andlitið fjörlegt og
gáfulegl og einkar góðmannlegt. Páll Sigurðsson í
Árk vörn var þá hálf-sextugur; liann var meðalmað-
ur á hæð, liárið svart, en orðið nokkuð hæruskotið.
Augun voru snör og maðurinn hvatlegur. Um hann
kunni ég þá vísu þessa:
Fýsi þig aö fara í mál
og fá af öllu hneisn,
faröu í Ivvörn og findu’ hann Pál,
fógetann í peysu.
Fyrir þelta varð mér starsýnna á Pál, en mér hefði
ella orðið. — Báðir þessir menn sálu á þingi í síð-
asta sinn þetta sumar.
Við höfðum farið seint af stað og farið hægt yfir
jörð, enda komum við ekki til Reykjavíkur fyrri en
kl. 2 um nóttina. Ekki vissi ég, hvað af þeim varð